Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Leiðsöguskólinn í MK - góður skóli

Sæl Ásta! Ég frétti af því að það væri grein um leiðsögunám á www.mbl.is. Eftir lestur greinarinnar gefur það auga leið að ég get ekki verið sammála þér um að námið í Leiðsöguskólanum sé einskis virði. Ég býð þér því í heimsókn í skólann svo þú getir með eigin augum séð allt það fjölbreytta nám sem hér er í boði. Ég vil líka nota tækifærið hér til að leiðrétta þann misskilning sem kemur fram í greininni um að Leiðsöguskólinn sem opinber stofnun hafi eitthvert ákvörðunarvald yfir löggildingu á starfsheiti leiðsögumanna. Það hefur Leiðsöguskólinn ekki en skólinn hefur alla tíð stutt ósk Félags leiðsögumanna um löggildingu á starfsheitinu og sent um það plögg til ráðuneytisins hafi verið um þau beðið. Ég sendi mínar bestu kveðjur til þín og allra leiðsögumanna, sérstaklega þeirra sem ég hef kynnst í gegnum starfið hér í skólanum. Ég vona að sumarið verði ykkur gott :-). Með vinsemd og virðingu, Anna Vilborg Einarsdóttir fagstjóri Leiðsöguskólans.

Anna Vilborg Einarsdóttir (Óskráður), fim. 12. apr. 2007

Sammála

Mér hefur ALLTAF fundist þessi skóli mjög dýr, þó svo að ég hafi stundum hugsað um að stunda leiðsögunám þar. En eins og komið get ég ekki séð að ég hafi neitt upp úr þessum skóla. Ég er háskólamenntuð úr elendum háskóla, í fagi sem nýtist leiðsögn á Íslandi. Allt námið var á erlendu tungumáli og er málakunnáttan mjög góð. Ég hef starfað við leiðsögn í yfir 20ár, allar götur síðan ég fór í mína fyrstu ferð með « faglærðum leiðsögumanni » í byrjun áttundar tug síðustu aldar. Þannig að fyrir mig og aðra í sömum sporum, er ekkert að hafa upp úr skólanum annað en að geta sagt: « Ég er FAGLÆRÐUR leiðsögumaður » og borga fyrir það yfir 200þús ikr! Fyrir mig er það ekkert annað en peningaplokk, sem fagmenntaðir leiðsögumenn í leiðsögumannafélaginu hvetja. Fyrsta feðin mín, var farin vegna skorts af leiðsögumönnum með mína tungumálakunnáttu. Ég væri örugglega ekki pönntuð fyrir hvert sumar, öll þessi ár, ef ég hefði ekki innt vinnuna fagmannlega. Eitt er að læra fag í skóla og annað er að vinna fagmannlega, því tek ég undir með Jóni Ó. og fjölmörgum bílstjórum, sem í vandræðum hafa lent með « faglærða » leiðsögumenn. Hvað er hægt að gera fyrir leiðsögumenn eins og mig? Höfum við ekki líka rétt á einhver réttindi, við sem höfum unnið fagmannlega til fjölda ára? Er ekki tími til kominn að viðurkenna okkar framtak og bjóða okkur velkomin í þetta « heilaga » fagmannafélag innan Félag Leiðsögumanna? Þætti vænt um að fá þitt og annara álit. Gleðilega páska og hlakka til sumarsins.

leiðsögumaður (Óskráður), sun. 8. apr. 2007

Heyr heyr

Þessi fyrsta grein þín á svo sannarlega við rök að styðjast. Sjálfur starfa ég í ferðaþjónustunni sem bílstjóri og það er hreint út sagt hræðileg tilfinning að hlusta á "lærða" leiðsögumenn tala íslENSKU við farþegana. Oft eru þar á ferð einstaklingar sem hafa lokið prófi frá Ferðamálaskólanum og hef ég það fyrir víst að þar sé fólk ekki tekið í munnlegt próf, eingöngu úr lesefninu. Farþegarnir treysta því að bílstjórinn sé fær um að koma þeim heilum á milli staða. Þeir vænta þess einnig að leiðsögnin sé jafn fær í sinni vinnu og geti miðlað af sömu kunnáttu og bílstjórinn á að haga akstrinum.

Jón Ólafur (Óskráður), lau. 7. apr. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband